Eyvindarstofa
Við tökum vel á móti hópum, félagssamtökum, ættarmótum og alskyns mannfögnuðum, góð fundaraðstaða með þráðlausu neti og skjávörpum á veggi.
Eyvindarstofa er 72 fermetrar auk 109 fermetra veislusals og er útlitið í stíl Eyvindarhellis þar sem gestir upplifa sig í heimkynnum útilegumannsins á Hveravöllum.
Veggir, gólf og aðrir innanstokksmunir eru færðir í stílinn og stemmingunni miðlað með hljóði sem minnir á hálendið,
hverina og snarkið í eldinum. Sögunum af Fjalla-Eyvindi er miðlað með myndefni og textum og upplifunin síðan fullkomnuð með sérstökum útilegumannamat bornum fram á diskum og skálum í stíl við handverk Fjalla-Eyvindar, sem rómaður var fyrir hagleik sinn.
Gunnar Tr. Halldórsson, sýningahönnuður, hannaði Eyvindarstofu.
Eyvindarstofa - Norðurlandsvegi 4 - 540 Blönduós
Sími: 453-5060 Gsm: 898-4685
Netfang: [email protected]
Opnunartími: Alla daga frá 11:00 til 22:00
Staðsetning á korti
Bæklingar um Austu-Húnavatnssýslu
Kynningarbæklingur fyrir A-Hún
Þjónustukort fyrir A-Hún